Innlent

Telur frekari málaferli hjá Eimskip líkleg

Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og formaður Félags fjárfesta,
Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og formaður Félags fjárfesta,

Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og formaður Félags fjárfesta, telur frekari málaferli vera yfirvofandi í tengslum við Eimskipafélagið og Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins.

Baldur hefur stefnt Eimskip fyrir að virða ekki starfslokasamning við hann. Fyrirtækið stöðvaði allar greiðslur til Baldurs í maí skömmu eftir að hann lét af störfum.

,,Það er eitthvað meira í pípunum. Hingað til hafa menn ekki hikað við að standa við starfslokasamninga. Þvert á móti," segir Vilhjálmur.

Baldur segir Eimskip skulda sér laun í 22 mánuði eða 140 milljónir. Það gera rúmlega 6,4 milljón á mánuði í næstum því tvö ár frá starfslokum. Vilhjálmur segir starfslokasamninga eins og Baldurs vera út í bláinn. ,,Auk þess er augljót að hann var ekki að vinna vinnuna sína," segir Vilhjálmur að lokum og vísar til erfiðleika fyrirtækisins undanfarin misseri.






Tengdar fréttir

Fyrrverandi forstjóri stefnir Eimskip

Baldur Guðnason fyrrverandi forstjóri Eimskipafélagsins hefur stefnt fyrirtækinu fyrir að virða ekki starfslokasamning við hann. Baldur segir Eimskip skulda sér laun í 22 mánuði eða ríflega 140 milljónir. Fyrirtækið stöðvaði allar greiðslur til hans í maí. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×