Tíu stærstu floppin á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2008 22:06 Ítalska landsliðið komu til Austurríkis og Sviss sem heimsmeistarar en stóðu alls ekki undir væntingum. Allar myndir / Nordic Photos / AFP Evrópumótið í knattspyrnu lýkur á sunnudaginn kemur með úrslitaleik Spánverja og Þjóðverja. Mótið hefur verið frábær skemmtun en böggull fylgir hverju skammrifi. Það er breska götublaðið The Sun sem tók saman listann og birti á heimasíðu sinni.10. sæti: Afsakið hlé Þrumur og eldingar gengu yfir Vínarborg á meðan undanúrslitaleik Þýskalands og Tyrklands stóð á fimmtudagskvöldið og gerði það að verkum að útsending rofnaði í að minnsta kosti tíu mínútur. Íslendingar misstu af tveimur mörkum í leiknum sem Þjóðverjar unnu, 3-2. 9. sæti: Karim Benzema Benzema hefur verið heitasta ungmennið í evrópska boltanum undanfarna árið og átti að slá í gegn með franska landsliðinu á EM. En Frakkar féllu úr leik í riðlakeppninni og Benzema náði sér alls ekki á strik í þeim tveimur leikjum sem hann lék með Frökkum. 8. sæti: Adrian Mutu Aðeins ein spyrna getur skilið á milli hetju og skúrks og slíkt var tilfellið hjá Rúmenanum Adrian Mutu. Hann hefði getað komið sínum mönnum áfram með því að skora úr vítaspyrnu sem Rúmenía fékk undir lok leiksins en Mutu misnotaði vítið. Rúmenar töpuðu svo fyrir Hollendingum í lokaleik sínum í keppninni og féllu úr leik.7. sæti: Gestgjafarnir Sem gestgjafar var liðum Austurríkis og Sviss raðað í efsta styrkleikaflokkinn þegar dregið var í riðla. Þetta voru þó tvö af lélegustu liðunum í keppninni og féllu bæði strax úr leik. Austurríki gerði jafntefli við Pólverja, sem einnig féllu úr leik og Sviss vann sigur á Portúgal eftir að síðarnefnda þjóðin var búin að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitunum.6. sæti: Mario Gomez Gomez átti frábæru gengi að fagna í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og margir bjuggust við því að hann myndi slá í gegn á EM. Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þjóðverja, var einn þeirra og var með hann í byrjunarliðinu í riðlakeppninni. Hann klúðraði nokkrum dauðafærum og mátti sætta sig við varamannabekkinn er Löw breytti leikkerfi þýska landsliðsins úr 4-4-2 í 4-5-1.5. sæti: Thierry Henry Henry olli vonbrigðum með Barcelona og ekki tókst honum að bjarga tímabilinu á EM í Austurríki og Sviss. Hann skoraði gegn Hollandi en náði sér engan vegin á strik í mótinu, frekar en flestir aðrir leikmenn franska landsliðsins. Sá eini sem stóð undir væntingum var Franck Ribery sem sást best á því að eftir að hann meiddist datt endanlega botninn úr leik liðsins.4. sæti: Grikkland Það kom öllum á óvart þegar Grikkir urðu Evrópumeistarar fyrir fjórum árum. Það kom engum á óvart er liðið tapaði öllum sínum leikjum á mótinu í ár. Otto Rehhagel gerði liðið að meisturum síðast en gjörsamlega tapaði sér á hliðarlínunni í ár. Leikir gríska liðsins voru einstaklega leiðinlegir og sjálfsagt hefur ekkert lið í sögu mótsins boðið upp á jafn getulausan sóknarleik.3. sæti: Eric Abidal Rétt eins og Henry átti hann afar erfitt uppdráttar með Barcelona í vetur og bað meira að segja Rijkaard um að taka sig úr liðinu, svo lélegur væri hann. Hann hélt þó sæti sínu í byrjunarliði Frakka og þakkaði fyrir sig með því að klippa niður Luca Toni í vítateignum í leiknum gegn Ítalíu. Víti var dæmt, Abidal fékk rauða spjaldið og Frakkar féllu úr leik.2. sæti: Petr Cech Tékkar komust í 2-1 forystu gegn Tyrklandi í hreinum úrslitaleik um hvor þjóðin kæmist í fjórðungsúrslitin. Þá kom fyrirgjöfin þar sem Cech átti að grípa boltann eða kýla hann langt út úr teignum. En í staðinn missti hann boltann á versta stað og Tyrkir jöfnuðu og skoruðu svo sigurmarkið í uppbótartímanum.1. sæti: Luca Toni Hann skoraði 31 mark með Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni og átti að vera lykilmaður í heimsmeistaraliði Ítalíu. Toni var skelfilegur á mótinu og klúðraði mýgrút góðra færa. Á endanum féllu Ítalir úr leik í fjórðungsúrslitunum og Roberto Donadoni var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara. Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Evrópumótið í knattspyrnu lýkur á sunnudaginn kemur með úrslitaleik Spánverja og Þjóðverja. Mótið hefur verið frábær skemmtun en böggull fylgir hverju skammrifi. Það er breska götublaðið The Sun sem tók saman listann og birti á heimasíðu sinni.10. sæti: Afsakið hlé Þrumur og eldingar gengu yfir Vínarborg á meðan undanúrslitaleik Þýskalands og Tyrklands stóð á fimmtudagskvöldið og gerði það að verkum að útsending rofnaði í að minnsta kosti tíu mínútur. Íslendingar misstu af tveimur mörkum í leiknum sem Þjóðverjar unnu, 3-2. 9. sæti: Karim Benzema Benzema hefur verið heitasta ungmennið í evrópska boltanum undanfarna árið og átti að slá í gegn með franska landsliðinu á EM. En Frakkar féllu úr leik í riðlakeppninni og Benzema náði sér alls ekki á strik í þeim tveimur leikjum sem hann lék með Frökkum. 8. sæti: Adrian Mutu Aðeins ein spyrna getur skilið á milli hetju og skúrks og slíkt var tilfellið hjá Rúmenanum Adrian Mutu. Hann hefði getað komið sínum mönnum áfram með því að skora úr vítaspyrnu sem Rúmenía fékk undir lok leiksins en Mutu misnotaði vítið. Rúmenar töpuðu svo fyrir Hollendingum í lokaleik sínum í keppninni og féllu úr leik.7. sæti: Gestgjafarnir Sem gestgjafar var liðum Austurríkis og Sviss raðað í efsta styrkleikaflokkinn þegar dregið var í riðla. Þetta voru þó tvö af lélegustu liðunum í keppninni og féllu bæði strax úr leik. Austurríki gerði jafntefli við Pólverja, sem einnig féllu úr leik og Sviss vann sigur á Portúgal eftir að síðarnefnda þjóðin var búin að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitunum.6. sæti: Mario Gomez Gomez átti frábæru gengi að fagna í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og margir bjuggust við því að hann myndi slá í gegn á EM. Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þjóðverja, var einn þeirra og var með hann í byrjunarliðinu í riðlakeppninni. Hann klúðraði nokkrum dauðafærum og mátti sætta sig við varamannabekkinn er Löw breytti leikkerfi þýska landsliðsins úr 4-4-2 í 4-5-1.5. sæti: Thierry Henry Henry olli vonbrigðum með Barcelona og ekki tókst honum að bjarga tímabilinu á EM í Austurríki og Sviss. Hann skoraði gegn Hollandi en náði sér engan vegin á strik í mótinu, frekar en flestir aðrir leikmenn franska landsliðsins. Sá eini sem stóð undir væntingum var Franck Ribery sem sást best á því að eftir að hann meiddist datt endanlega botninn úr leik liðsins.4. sæti: Grikkland Það kom öllum á óvart þegar Grikkir urðu Evrópumeistarar fyrir fjórum árum. Það kom engum á óvart er liðið tapaði öllum sínum leikjum á mótinu í ár. Otto Rehhagel gerði liðið að meisturum síðast en gjörsamlega tapaði sér á hliðarlínunni í ár. Leikir gríska liðsins voru einstaklega leiðinlegir og sjálfsagt hefur ekkert lið í sögu mótsins boðið upp á jafn getulausan sóknarleik.3. sæti: Eric Abidal Rétt eins og Henry átti hann afar erfitt uppdráttar með Barcelona í vetur og bað meira að segja Rijkaard um að taka sig úr liðinu, svo lélegur væri hann. Hann hélt þó sæti sínu í byrjunarliði Frakka og þakkaði fyrir sig með því að klippa niður Luca Toni í vítateignum í leiknum gegn Ítalíu. Víti var dæmt, Abidal fékk rauða spjaldið og Frakkar féllu úr leik.2. sæti: Petr Cech Tékkar komust í 2-1 forystu gegn Tyrklandi í hreinum úrslitaleik um hvor þjóðin kæmist í fjórðungsúrslitin. Þá kom fyrirgjöfin þar sem Cech átti að grípa boltann eða kýla hann langt út úr teignum. En í staðinn missti hann boltann á versta stað og Tyrkir jöfnuðu og skoruðu svo sigurmarkið í uppbótartímanum.1. sæti: Luca Toni Hann skoraði 31 mark með Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni og átti að vera lykilmaður í heimsmeistaraliði Ítalíu. Toni var skelfilegur á mótinu og klúðraði mýgrút góðra færa. Á endanum féllu Ítalir úr leik í fjórðungsúrslitunum og Roberto Donadoni var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara.
Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira