Innlent

Nýrri eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar breytt

MYND/Höskuldur Ólafsson

Tímamót urði í smíði nýrrar eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar á föstudaginn var þegar flugvélaverksmiðjan Bombardier í Toronto afhenti hana til Field Aviation sem breytir henni í eftirlitsflugvél.

Fram kemur í tilkynningu Gæslunnar að flugvélinni sé af gerðinni Dash 8 Q 300 og sé tilbúin í farþegaútfærslu, máluð í litum Landhelgisgæslunnar og flugprófunum er lokið. Með tilkomu vélarinnar aukast möguleikar á samstarfi við nágrannaþjóðir okkar til muna.

Þegar hefur verið hafist handa við að breyta vélinni í eftirlitsflugvél en ráðgert er að breytingin taki um 12 mánuði. Breytingarnar eru mjög viðamiklar og miða að því að búa vélina tækjum til löggæslu, leitar og björgunar.

Sænska strandgæslan hefur tekið tvær samskonar vélar í notkun og sú þriðja verður afhent þeim á næstu vikum. Flugvél Landhelgisgæslunnar er smíðuð í nánu samstarfi við sænsku strandgæsluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×