Innlent

Tvö síldveiðiskip bíða birtingar utan við Stykkishólm

Tvö síldveiðiskip fundu síld innst inni í Ísafjarðardjúpi í gær, en aðstæður voru óhagstæðar svo þau héldu í Breiðafjörðinn og bíða nú birtingar rétt utan við Stykkishólm, þar sem talsverð veiði hefur verið alveg uppi í landsteinum síðustu daga.

Síldarsjómennirnir segjast vera svo nálægt landi að þeir séu farnir að þekkja húsmæðurnar í eldhúsgluggunum í Stykkishólmi þótt þeir viti ekki hvað þær heiti. Hrefnur hafa líka verið að gæða sér á síldinni á veiðisvæðinu, en hinsvegar hefur ekki sést til háhyrninga, sem gæti bent til þess að þeir hafi fundið síld einhvernstaðar annarsstaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×