Erlent

Ísraelskir fornleifafræðingar í sjöunda himni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Fornleifafræðingar í Ísrael munu aldeilis eiga gleðileg jól eftir að þeir fundu 264 ævaforna gullpeninga við uppgröft í almenningsgarði í Jerúsalem á sunnudaginn.

Talið er að peningarnir séu frá því snemma á 7. öld eftir Krist og heldur talsmaður ísraelska þjóðminjasafnsins því fram að hér sé um að ræða merkilegasta fornleifafund sögunnar frá því tímabili en þar er um hið svokallaða býsanska tímabil að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×