Erlent

Endurtalning fyrirskipuð í Simbabve

Kjörstjórn í Simbabve hefur fyrirskipað að atkvæði í forsetakosningum þar í landi fyrir hálfum mánuði verði talin aftur í 23 kjördæmum. Það verður gert um næstu helgi að sögn ríkisblaðsins Sunday Mail. Úrslit hafa enn ekki verið birt og krafa alþjóðasamfélagsins um að það verði gert hið fyrsta verður háværari með hverjum deginum sem líður.

Leiðtogar ríkja í sunnanverðri Afríku komu saman til neyðarfundar í Sambíu í gær til að ræða ástandið. Eftir fundinn var þess krafist að óbirt úrslit yrðu gerð opinber hið fyrsta.

Stjórnarandstaðan fullyrðir að samkvæmt þeirra upplýsingum sé Morgan Tsvangirai, frambjóðandi þeirra, réttkjörinn nýr forseti. Stjórnarflokkurinn segir hins vegar að kjósa þurfi aftur milli hans og Roberts Mugabes, forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×