Björn: Lúðvik hefur fengið betri rök fyrir aðskilnaðinum 23. maí 2008 16:19 MYND/Anton Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hafi með nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðanda á lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum fengið betri rök fyrir aðskilnaði einstakra þátta embættisins. Hann væntir þess að þess sjáist skjótt merki í afstöðu Lúðvíks til einstakra þátta málsins. Eins og fram hefur komið skilaði Ríkisendurskoðun stjórnsýsluúttekt sinni á Lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum í dag. Ráðist var í hana að beiðni Alþingis vegna deilna um það hvort skilja ætti að toll, löggæslu og flugvernd sem í rúmt ár hefur heyrt undir lögreglustjóraembættið. Björn Bjarnason lagði til aðskilnaðinn eftir að í ljós kom að lögreglustjóraembættið glímdi við rekstrarvanda en þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lýst sig andsnúinn breytingunum og segir ekki nóg sterk rök hafa verið færð fyrir þeim. Í skýrslu ríksendurskoðanda segir að rétt sé að hrinda tillögum dómsmálaráðuneytisins um aðskilnað tolls, löggæslu og flugverndar hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum í framkvæmd. Þannig er tekið undir sjónarmið Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Í svörum við spurningu Vísis þess efnis hvort hann búist við stuðningi þingmanna Samfylkingarinnar í ljósi þessara tíðaindi segir Björn að honum sýnist á ummælum Lúðvíks Bergvinssonar að hann taki undir með Ríkisendurskoðun og sjónarmiðum Björns. Lúðvík hafi sagst þurfa betri rök í málinu og nú hafi hann fengið þau. Fjárveitingar þarf til að tryggja góða löggæslu Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að stjórnvöld verði að taka afstöðu til þess hversu mikla lög- og tollgæslu þurfi vegna starfseminnar á Keflavíkurflugvelli sem heyrir nú undir Lögreglustjórann á Suðurnesjum. Ef halda eigi óbreyttum mannafla sé ljóst að auka þurfi fjárveitingar til löggæsluverkefna um 315 milljónir króna til að bæta upp tekjutap og ná rekstri löggæsluhluta embættisins hallalausum án frekari sparnaðaraðgerða. Aðspurður hvort hann hyggist beita sér fyrir því að fjárveitingar til löggæslunnar verði auknar eins og þarna segir svarar Björn: „Markmið mitt er að tryggja góða og öfluga löggæslu á Suðurnesjum og ég tel, að sú breyting á embættinu, sem ég hef boðað og ríkisendurskoðun telur, að eigi að ná fram að ganga, miði að því. Í því skyni þarf einnig að tryggja fjárveitingar - fyrsta skrefið er að hin stjórnsýslulega ábyrgð sé skýr og ótvíræð." Um þá hugmynd að skipta embættinu á Suðurnesjum upp fjárhagslega en ekki stjórnsýslulega, eins og Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri telur koma til greina, segir Björn: „Þetta er annað en Jóhann hefur sagt við mig. Honum er ljóst, að unnið er að fjárhagslegri og stjórnsýslulegri aðgreiningu eins og ríkisendurskoðun telur að gera beri. Ef til vill er hann að vísa til hugsamlegra samninga, eftir aðskilnað verkþáttanna." Ekki orðið var við neinn samskiptavanda Í skýrslunni er enn fremur rætt um alvarlegan samskiptavanda milli aðila frá því að ögreglustjóraembættið færðist undir dómsmálaráðuneytið. Sá vandi snúi ekki eingöngu að boðuðum breytingum. Björn segist ekki vita í hverju þessi vandi felist. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið fái almennt mjög góða einkunn hjá forstöðumönnum stofnana sinna eins og síðast hafi komið fram í könnun, sem birt var nýlega. „Ég hef ekki orðið var við neinn samskiptavanda og líklega hef ég síðan um áramót 2007 ekki rætt meira við nokkurn forstöðumann en Jóhann R. Benediktsson. Að þessi aðferð við stjórnun leiði til samskiptavanda er af og frá - ég skil satt að segja ekki, hvað í þessum orðum ríkisendurskoðunar felst, enda kemur fram, að hafi þessi vandi verið fyrir hendi sé hann úr sögunni!" segir Björn ennfremur. Tengdar fréttir Jóhann segir margt jákvætt í úttekt ríkisendurskoðanda Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að það sé margt jákvætt í stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda á embætti hans sem gerð var opinber í dag. 23. maí 2008 13:34 Ríkisendurskoðun styður aðskilnað - alvarlegur samskiptavandi aðila Ríkisendurskoðun telur rétt að hrinda tillögum dómsmálaráðuneytisins um aðskilnað tolls, löggæslu og flugverndar hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum í framkvæmd enda hafi hún áður vakið máls á því að að breyta núverandi skipan mála. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt stofnunarinnar sem ráðist var í að beiðni Alþingis. 23. maí 2008 12:06 Lúðvík býst ekki við því að frumvarp nái í gegn Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að niðurstöður úttektar ríkisendurskoðanda á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sýni að endurskoða þurfi hlutverk lögregluembættanna á landinu heildstætt. 23. maí 2008 15:35 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hafi með nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðanda á lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum fengið betri rök fyrir aðskilnaði einstakra þátta embættisins. Hann væntir þess að þess sjáist skjótt merki í afstöðu Lúðvíks til einstakra þátta málsins. Eins og fram hefur komið skilaði Ríkisendurskoðun stjórnsýsluúttekt sinni á Lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum í dag. Ráðist var í hana að beiðni Alþingis vegna deilna um það hvort skilja ætti að toll, löggæslu og flugvernd sem í rúmt ár hefur heyrt undir lögreglustjóraembættið. Björn Bjarnason lagði til aðskilnaðinn eftir að í ljós kom að lögreglustjóraembættið glímdi við rekstrarvanda en þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lýst sig andsnúinn breytingunum og segir ekki nóg sterk rök hafa verið færð fyrir þeim. Í skýrslu ríksendurskoðanda segir að rétt sé að hrinda tillögum dómsmálaráðuneytisins um aðskilnað tolls, löggæslu og flugverndar hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum í framkvæmd. Þannig er tekið undir sjónarmið Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Í svörum við spurningu Vísis þess efnis hvort hann búist við stuðningi þingmanna Samfylkingarinnar í ljósi þessara tíðaindi segir Björn að honum sýnist á ummælum Lúðvíks Bergvinssonar að hann taki undir með Ríkisendurskoðun og sjónarmiðum Björns. Lúðvík hafi sagst þurfa betri rök í málinu og nú hafi hann fengið þau. Fjárveitingar þarf til að tryggja góða löggæslu Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að stjórnvöld verði að taka afstöðu til þess hversu mikla lög- og tollgæslu þurfi vegna starfseminnar á Keflavíkurflugvelli sem heyrir nú undir Lögreglustjórann á Suðurnesjum. Ef halda eigi óbreyttum mannafla sé ljóst að auka þurfi fjárveitingar til löggæsluverkefna um 315 milljónir króna til að bæta upp tekjutap og ná rekstri löggæsluhluta embættisins hallalausum án frekari sparnaðaraðgerða. Aðspurður hvort hann hyggist beita sér fyrir því að fjárveitingar til löggæslunnar verði auknar eins og þarna segir svarar Björn: „Markmið mitt er að tryggja góða og öfluga löggæslu á Suðurnesjum og ég tel, að sú breyting á embættinu, sem ég hef boðað og ríkisendurskoðun telur, að eigi að ná fram að ganga, miði að því. Í því skyni þarf einnig að tryggja fjárveitingar - fyrsta skrefið er að hin stjórnsýslulega ábyrgð sé skýr og ótvíræð." Um þá hugmynd að skipta embættinu á Suðurnesjum upp fjárhagslega en ekki stjórnsýslulega, eins og Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri telur koma til greina, segir Björn: „Þetta er annað en Jóhann hefur sagt við mig. Honum er ljóst, að unnið er að fjárhagslegri og stjórnsýslulegri aðgreiningu eins og ríkisendurskoðun telur að gera beri. Ef til vill er hann að vísa til hugsamlegra samninga, eftir aðskilnað verkþáttanna." Ekki orðið var við neinn samskiptavanda Í skýrslunni er enn fremur rætt um alvarlegan samskiptavanda milli aðila frá því að ögreglustjóraembættið færðist undir dómsmálaráðuneytið. Sá vandi snúi ekki eingöngu að boðuðum breytingum. Björn segist ekki vita í hverju þessi vandi felist. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið fái almennt mjög góða einkunn hjá forstöðumönnum stofnana sinna eins og síðast hafi komið fram í könnun, sem birt var nýlega. „Ég hef ekki orðið var við neinn samskiptavanda og líklega hef ég síðan um áramót 2007 ekki rætt meira við nokkurn forstöðumann en Jóhann R. Benediktsson. Að þessi aðferð við stjórnun leiði til samskiptavanda er af og frá - ég skil satt að segja ekki, hvað í þessum orðum ríkisendurskoðunar felst, enda kemur fram, að hafi þessi vandi verið fyrir hendi sé hann úr sögunni!" segir Björn ennfremur.
Tengdar fréttir Jóhann segir margt jákvætt í úttekt ríkisendurskoðanda Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að það sé margt jákvætt í stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda á embætti hans sem gerð var opinber í dag. 23. maí 2008 13:34 Ríkisendurskoðun styður aðskilnað - alvarlegur samskiptavandi aðila Ríkisendurskoðun telur rétt að hrinda tillögum dómsmálaráðuneytisins um aðskilnað tolls, löggæslu og flugverndar hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum í framkvæmd enda hafi hún áður vakið máls á því að að breyta núverandi skipan mála. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt stofnunarinnar sem ráðist var í að beiðni Alþingis. 23. maí 2008 12:06 Lúðvík býst ekki við því að frumvarp nái í gegn Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að niðurstöður úttektar ríkisendurskoðanda á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sýni að endurskoða þurfi hlutverk lögregluembættanna á landinu heildstætt. 23. maí 2008 15:35 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Sjá meira
Jóhann segir margt jákvætt í úttekt ríkisendurskoðanda Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að það sé margt jákvætt í stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðanda á embætti hans sem gerð var opinber í dag. 23. maí 2008 13:34
Ríkisendurskoðun styður aðskilnað - alvarlegur samskiptavandi aðila Ríkisendurskoðun telur rétt að hrinda tillögum dómsmálaráðuneytisins um aðskilnað tolls, löggæslu og flugverndar hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum í framkvæmd enda hafi hún áður vakið máls á því að að breyta núverandi skipan mála. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt stofnunarinnar sem ráðist var í að beiðni Alþingis. 23. maí 2008 12:06
Lúðvík býst ekki við því að frumvarp nái í gegn Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að niðurstöður úttektar ríkisendurskoðanda á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sýni að endurskoða þurfi hlutverk lögregluembættanna á landinu heildstætt. 23. maí 2008 15:35