Erlent

Sænska stúlkan var myrt

Áhugaljósmyndari tók þessa mynd af Engla þegar hún var á leið heim af fótboltaæfingunni.
Áhugaljósmyndari tók þessa mynd af Engla þegar hún var á leið heim af fótboltaæfingunni. MYND/Sænska lögreglan

Hin 10 ára gamla sænska stúlka Engla Juncosa-Höglund sem hvarf sporlaust fyrir rúmri viku síðan fannst látin í dag. Karlmaður sem handtekinn var á dögunum og ákærður fyrir mannrán, vísaði lögreglu á staðinn þar sem hann gróf líkið. Hann viðurkenndi einnig að hafa myrt 31. árs gamla konu, Pernilla Hellgren, árið 2000. Fyrir um tveimur árum fékk lögreglan vísbendingu um að maðurinn væri flæktur í morðinu á konunni.

Engla sást síðast á laugardag í síðustu viku. Hún hafði verið á fótboltaæfingu fimm kílómetrum frá heimili sínu í Stjärnsund. Hún var á leið heim á hjólinu sínu þegar hún hvarf. Hjólið fannst síðan í skógi aðeins 500 metra frá þeim stað sem líkið var.

Áhugaljósmyndari myndaði stúlkuna fyrir tilviljun þegar hún var á leið heim á hjólinu sínu. Tæpri mínútu síðar tók hann einnig mynd af rauðum Saab á sama vegi. Myndirnar voru helstu sönnunargögn í rannsókn lögreglunnar. Bíllinn tilheyrði manninum ákærða og hann var handtekinn. En hann viðurkenndi ekki við yfirheyrslur fyrr í vikunni að tengjast hvarfi stúlkunnar.


Tengdar fréttir

Ákærður í tengslum við hvarf tíu ára stúlku

Karlmaður á fimmtungsaldri sem handtekinn var á dögunum í tengslum við hvarf tíu ára stúlku verður ákærður fyrir mannrán. Frá þessu greinir sænska ríkisútvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×