Innlent

Tap Hafnarfjarðar um þrír milljarðar á fyrri hluta árs

Lúðvík Geirsson er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Lúðvík Geirsson er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. MYND/E.Ól

Tap A- og B-hluta bæjarsjóðs Hafnarfjarðar reyndist nærri þrír milljarðar króna á fyrri helmingi ársins samkvæmt uppgjöri sem lagt hefur verið fram.

Fram kemur í tilkynningu bæjarins að tapið skýrist fyrst og fremst af gengistapi langtímaskulda sem tekja megi til veikingar krónunnar. Um 500 milljóna króna hagnaður varð af rekstri A- og B-hluta bæjarsjóðs fyrir fjármagnsliði en sem fyrr segir er tapið tæprir þrír milljarðar þegar tekið er tillit til fjármagnsliða.

Heildareignir bæjarins í lok júní reyndust 32 milljarðar króna og höfðu aukist um nær fjóra milljarða frá árslokum 2007. Heildarskuldir hækkuðu á sama tíma um nærri sjö milljarða, úr 21.6 milljörðum í 28,4 milljarða. Í júnílok voru íbúar bæjarins orðnir 25.550 og hafði fjölgað um 700 frá áramótum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×