Lífið

Óförðuð Heidi Klum vekur eftirtekt

Heidi Klum.
Heidi Klum.

Það telst til frétta vestan hafs þegar ofurfyrirsætur eins og Heidi Klum sjást ófarðaðar á förnum vegi.

Heidi og eiginmaður hennar, söngvarinn Seal, sáust í verslunarleiðangri á dögunum þar sem hún var án andlitsförðunar eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Umrædd mynd af fyrirsætunni prýðir þar af leiðandi ófáar forsíður gulu pressunnar í Bandaríkjunum af þeim sökum. Börnin sem hjónin eiga saman, þau Henry tveggja ára og Johan eins árs, voru hinsvegar fjarri góðu gamni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.