Innlent

Enginn sótti um embætti sérstaks saksóknara

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur framlengt til 12. janúar umsóknarfrest um embætti sérstaks saksóknara. Fyrri umsóknarfrestur rann út í gær og sótti enginn um starfið að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Saksóknarinn mun veita forstöðu rannsóknar- og saksóknaraembætti skv. lögum nr. 135/2008 sem samþykkt voru á Alþingi 10. desember 2008.

Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. febrúar 2009, eða svo fljótt sem verða má.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×