Innlent

Hátíðarhöld á Suðurlandi ganga vel

Landsmót hestamanna fer fram á Hellu. Margir afkomendur Orra frá Þúfu eru þar samankomnir ásamt eigendum sínum.
Landsmót hestamanna fer fram á Hellu. Margir afkomendur Orra frá Þúfu eru þar samankomnir ásamt eigendum sínum.

Nóttin var róleg á landsmóti hestamanna á Hellu. Eitthvað var um pústra að sögn lögreglu en engin líkamsárás kærð. Þrír voru teknir með lítilræði af fíkniefnum til eigin neyslu. Fimmtán fíkniefnamál hafa komið upp í umdæminum um helgina þar af sex á landsmótinu. Í einu tilvikinu var um töluvert af fíkniefnum að ræða.

Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur á Hvolsvelli í nótt. Í Hveragerði var rúmleg tvítugur ökumaður tekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann reyndist í ofanálag réttindalaus.

Goslokahátíð í Vestmannaeyjum hefur farið friðsamlega fram. Að sögn lögreglu voru engin útköll á hátíðarsvæðið í nótt sem mun vera óvenjulegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×