Innlent

Þrír mikið slasaðir eftir bílveltu

Þrjú ungmenni eru mikið slösuð eftir umferðarslys sem varð á Hafnarfjarðarvegi á móts við Fífuna á fimmta tímanum í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var fólksbifreið ekið á kantstein með þeim afleiðingum að bíllinn fór tvær til þrjár veltur. Sex manns voru í bílnum og voru þau öll flutt á sjúkrahús, þar af þrír mikið slasaðir. Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins.

Að sögn lögreglu var mikið um ölvun í miðborg Reykjavíkur og mikill erill hjá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×