Innlent

Ákæra á hendur háskólakennara er í 22 liðum

Andri Ólafsson skrifar

Lögregla hefur lokið rannsókn á meintum brotum háskólakennarans sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan 3. apríl vegna gruns um að hann hann hafi brotið kynferðislega gegn níu börnum.

Ríkissaksóknari hefur fengið rannsóknargögnin og þann 30. júní voru gefnar út ákærur á hendur kennaranum. Ákærurnar eru í 22 liðum.

Í þeim er honum gefið að sök kynferðisbrot gegn sjö stúlkum sem fæddar eru á tímabilinu 1994 til 1998. Þótt ákærurnar séu sjö er hann samt sem áður grunaður um brot gegn tveimur til viðbótar. Þau brot eru hins vegar fyrnd og því var rannsókn á þeim látin niður falla.

Maðurinn er á meðal annars ákærður fyrir að samræði við stjúpdóttur sína, að hafa tælt barn til samræðis, fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og að hafa með lostugu athæfi sært blygðunarsemi.

Þá lýtur einn ákæruliður að vörslu barnakláms.

Hæstiréttur ákvað að framlengja gæsluvarðhaldið til 13. ágúst vegna almannahagsmuna.

 










Tengdar fréttir

Sálfræðingur segir háskólakennara haldinn barnagirnd

Háskólakennarinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur, grunaður er um gróf kynferðisbrot gegn níu börnum, er haldinn barnagirnd. Þetta kemur fram í sálfræðimati sem kennarinn sætti vegna rannsóknar málsins.

Háskólakennarinn áfram í haldi

Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í dag að háskólakennarinn, sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn níu börnum, skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×