Lífið

Dj Platurn á vefsíðu MTV

Ánægð með viðtökur From Oakland To Iceland er í sýningu á síðu skandina-vísku MTV-stöðvarinnar.
Ánægð með viðtökur From Oakland To Iceland er í sýningu á síðu skandina-vísku MTV-stöðvarinnar.
Heimildarmynd Ragnhildar Magnúsdóttur, From Oakland To Iceland, hefur verið tekin til sýninga á vefsíðu skandinavísku MTV-stöðvarinnar. Hún fjallar um heimkomu bróður Ragnhildar, DJ Platurn, eða Illuga, til Íslands eftir 25 ára fjarveru.

„Við höfum fengið mjög skemmtileg og jákvæð viðbrögð að utan,“ segir Ragnhildur. „Að hún sé sýnd á vefnum er líka svolítið skemmtilegt af því að ég og Illugi unnum myndina í gegnum netið, ég var á Íslandi og hann í Bandaríkjunum,“ útskýrir hún. „Svo er þetta í rauntónlistarheimildarmynd, það er tal og tónlist í gangi allan tímann, svo það á mjög vel við að sýna hana á síðunni.“

Hún áformar að sýna myndina á heimaslóðum í Oakland líka, en segir framtíðina svo óráðna. „Við erum að vinna í dreifingar- og markaðsmálum,“ segir Ragnhildur.

Myndina má sjá á slóðinni www.mtv.dk undir „konkurrencer“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.