Innlent

80-100 missa vinnuna hjá Flugþjónustunni

MYND/Teitur

Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp á bilinu 80-100 manns í 70-75 stöðugildum og missa starfsmenn vinnuna í lok september. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar.

Tilkynnt var um hópuppsögnina í síðustu viku. Á vef Vinnumálastofnunar kemur einnig fram að ástæður uppsagnanna séu fyrirsjáanlegur mikill samdráttur í flugi á komandi hausti.

Alls starfa nærri 500 manns hjá Flugþjónustunni sem er dótturfélag Icelandair. Aðgerðirnar eru liður í uppsögnum Icelandair en fram hefur komið að um þrjú hundruð manns hjá félaginu missi vinnuna. Boðað hefur verið til fundar hjá starfsfólki á morgun þar sem farið verður yfir málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×