Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Smáfugla, hefur náð þeim einstaka árangri að eiga í annað sinn á stuttum tíma stuttmynd sem komin er í forval fyrir Óskarsverðlaunin. Smáfuglar unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Melbourne fyrr í sumar, og fer myndin því sjálfkrafa í þann hóp sem tilnefningarnar til Óskarsverðlauna eru valdar úr.
Fyrsta stuttmynd Rúnars, Síðasti bærinn, hlaut tilnefningu árið 2006 sem besta stuttmyndin.
Rúnar á annan séns á Óskari
