Innlent

Íbúðalánasjóður lækkar vexti um 0,15 prósentustig

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að lækka útlánavexti um 0,15 prósentustig.

Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 5,05 prósent en voru 5,2 og en vextir verða 5,55 prósent á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Þeir voru áður 5,7 prósent. Hin nýja vaxtaákvörðun tekur gildi í dag eftir því sem segir í tilkynningu á heimasíðu Íbúðalánasjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×