Rýtingur í bakið 9. júní 2008 14:36 Kormákur Geirharðsson. Kormákur Geirharðsson, vert á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir ekki koma til greina annað en að þeim takist að hnekkja ákvörðun borgaryfirvalda um að stytta opnunartíma Ölstofunnar og Vegamóta en bréf þess efnis barst í síðustu viku eins og greint var frá í Fréttablaðinu á laugardag. Hann er sérstaklega ósáttur við að fá bréfið í kjölfarið á fundi sem hann sat með þeim sem með þessi mál fara, þar á meðal borgarstjóra og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Á fundinum var mikið rætt um aukið samstarf á milli yfirvalda og veitingamanna í borginni og því finnst Kormáki einhliða ákvörðun af þessu tagi koma á óvart. „Á þessum fundi sátu tveir eða þrír aðilar sem vissu að bréfið var á leiðinni en á það var ekki minnst, " segir hann. „Þetta er mjög skrítið í ljósi þess að við höfum verið beðnir um aukið samstarf af hálfu lögreglu og borgar og jafnvel verið beðnir um að fjölga starfsfólki til að halda rónni í bænum," segir Kormákur. „Við erum ekkert ofsalega hrifnir af því að vera að sýna þennan samstarfsvilja og fá síðan rýtinginn í bakið." Hann segir eðlilegra að lögregla sýni þeim biðlund í málum sem þessum og gefi þeim færi á að laga það sem þarf að laga áður en gripið er til svo harkalegra aðgerða. Kormákur segir að Umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar hafi tekið þá ákvörðun að stytta opnunartíma staðanna tveggja frá hálf sex til þrjú. Þá ákvörðun segir Kormákur byggða á skýrslum lögreglu en að aðeins sé horft til fjölda kvartana sem berast vegna staðanna en ekki til skýrslna sem lögreglumenn gera á vettvangi. „Lögfræðingur okkar er búinn að óska eftir þessum skýrslum ," segir Kormákur en hann segir að í samtölum sem hann hafi átt við lögreglumenn hafi komið fram að í langflestum tilvikum hafi lögregla komist að þeirri niðurstöðu að hávaði á stöðunum hafi ekki verið eins mikill og sá sem kvartaði vildi meina. Hann segir einnig að yfirleitt sé um sama nárgrannan að ræða sem er greinilega ósáttur við vertshúsin á Vegamótastíg. Kormákur segir heldur ekki ganga að örfáir nágrannar geti haft svo mikil áhrif á afkomu og haf fjölda fólks. „Við erum að reyna að reka fyrirtæki hérna með tugi manna í vinnu. Ég sé einhvern veginn ekki fyrir mér að þeir taki þriðja kerskálann úr sambandi í Straumsvík vegna þess að einhver kona hringir og kvartar yfir því að það hafi fallið á þvottinn hennar," segir Kormákur að lokum. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Kormákur Geirharðsson, vert á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir ekki koma til greina annað en að þeim takist að hnekkja ákvörðun borgaryfirvalda um að stytta opnunartíma Ölstofunnar og Vegamóta en bréf þess efnis barst í síðustu viku eins og greint var frá í Fréttablaðinu á laugardag. Hann er sérstaklega ósáttur við að fá bréfið í kjölfarið á fundi sem hann sat með þeim sem með þessi mál fara, þar á meðal borgarstjóra og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Á fundinum var mikið rætt um aukið samstarf á milli yfirvalda og veitingamanna í borginni og því finnst Kormáki einhliða ákvörðun af þessu tagi koma á óvart. „Á þessum fundi sátu tveir eða þrír aðilar sem vissu að bréfið var á leiðinni en á það var ekki minnst, " segir hann. „Þetta er mjög skrítið í ljósi þess að við höfum verið beðnir um aukið samstarf af hálfu lögreglu og borgar og jafnvel verið beðnir um að fjölga starfsfólki til að halda rónni í bænum," segir Kormákur. „Við erum ekkert ofsalega hrifnir af því að vera að sýna þennan samstarfsvilja og fá síðan rýtinginn í bakið." Hann segir eðlilegra að lögregla sýni þeim biðlund í málum sem þessum og gefi þeim færi á að laga það sem þarf að laga áður en gripið er til svo harkalegra aðgerða. Kormákur segir að Umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar hafi tekið þá ákvörðun að stytta opnunartíma staðanna tveggja frá hálf sex til þrjú. Þá ákvörðun segir Kormákur byggða á skýrslum lögreglu en að aðeins sé horft til fjölda kvartana sem berast vegna staðanna en ekki til skýrslna sem lögreglumenn gera á vettvangi. „Lögfræðingur okkar er búinn að óska eftir þessum skýrslum ," segir Kormákur en hann segir að í samtölum sem hann hafi átt við lögreglumenn hafi komið fram að í langflestum tilvikum hafi lögregla komist að þeirri niðurstöðu að hávaði á stöðunum hafi ekki verið eins mikill og sá sem kvartaði vildi meina. Hann segir einnig að yfirleitt sé um sama nárgrannan að ræða sem er greinilega ósáttur við vertshúsin á Vegamótastíg. Kormákur segir heldur ekki ganga að örfáir nágrannar geti haft svo mikil áhrif á afkomu og haf fjölda fólks. „Við erum að reyna að reka fyrirtæki hérna með tugi manna í vinnu. Ég sé einhvern veginn ekki fyrir mér að þeir taki þriðja kerskálann úr sambandi í Straumsvík vegna þess að einhver kona hringir og kvartar yfir því að það hafi fallið á þvottinn hennar," segir Kormákur að lokum.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira