Innlent

Formaður Samfylkingarinnar sér ekki rök sem styðja eignarnám

Formaður Samfylkingar segir að ríkir almannahagsmunir verði að vera til staðar ef beita eigi eignarnámi jarða vegna Þjórsárvirkjana og ekki eigi að fara þá leið nema nauðsyn krefji. Enn hafi hún ekki séð rök sem styðji slíkt eignarnám.

Við undirskrift samninga um netþjónabú á Suðurnesjum í febrúar sagði forstjóri Landsvirkjunar að fyrirhugað væri að nota orku úr virkjunum neðri hluta þjórsár fyrir netþjónabúið. Landeigendur austan þjórsár á svæði fyrirhugaðrar urriðafossvirkjunar hafa lýst andstöðu við virkjunina og ætla ekki að semja við Landsvirkjun.

Eignarnám jarða er eitt úrræða sem Landsvirkjun getur beitt að uppfylltum skilyrðum og með leyfi iðnaðarráðherra. Umhverfisráðherra leggst harðlega gegn því að að Landsvirkjun verði veitt slíkt leyfi sem óneitanlega setur iðnaðaráðherra í erfiða stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×