Erlent

Kínverjar hervæðast í geimnum

Óli Tynes skrifar
Kínverskir geimfarar.
Kínverskir geimfarar.

Kínverjar reka mjög herskáa geimferðastefnu að sögn bandarískra sérfræðinga.

Þeir leggja mikla áherslu á hernaðarmátt í geimnum, eins og til dæmis að geta skotið niður gervihnetti annarra þjóða.

Þeir hafa þegar gert tilraunir með að skjóta niður eigin gervihnetti, og tekist vel.

Bandaríkjamenn segja að þetta geti haft mikla þýðingu fyrir möguleika þeirra til þess að loka Tævan sundi fyrir öðrum þjóðum.

Reuters fréttastofan segir að yfirmaður geimvarna Bandaríkjanna hafi látið þessar skoðanir í ljós þegar hann svaraði spurningum þingnefndar í Washington í dag.

Það var miðstjórn hermálanefndar Kínverska alþýðulýðveldisins sem átti frumkvæðið að geimferðaáætlun landsins sem hófst árið 1956.

Mikil áhersla var lögð á að þróa langdrægar eldflaugar og eldflaugavarnir.

Kínverjar skutu sínum fyrsta gervihnetti á braut um jörðu árið 1970. Árið 2003 sendu þeir í fyrsta skipti mannað geimfar á loft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×