Innlent

Ráðherrar ósammála um Evrópumál

Dómsmálaráðherra er ósammála varaformanni sínum um hvaða leiðir beri að fara varðandi hugsanlegar aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Varaformaður flokksins vill fara í stjórnarskrárbreytingar á þessu kjörtímabili, en Björn Bjarnason segir slíkar breytingar ótímabærar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á fundi með sjálfstæðismönnum í Kópavogi í gær að hún vilji efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlegar aðildarviðræður að Evrópusambandinu.

Þorgerður var gestur í hádegisviðtalinu í dag. Þar sagðist hún vera andsnúinn aðild að bandalaginu en telur hins vegar mikilvægt opna evrópu-umræðuna. Vill hún fara í stjórnarskrárbreytingar fyrir lok þessa kjörtímabils.

Björn Bjarnason segir slíkar breytingar ekki vera tímabærar. Bendir hann meðal annars á að í stjórnarsáttmálanum sé ekki kveðið á um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Slíkt samþykki þurfi þó að liggja fyrir áður en farið er út í stjórnarskrárbreytingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×