Innlent

Sýslumaður verður við kröfu íbúa í Lundi

Framkvæmdir við Lund 1 séð frá Nýbýlavegi.
Framkvæmdir við Lund 1 séð frá Nýbýlavegi.

Sýslumaðurinn í Kópavogi hefur fallist á kröfu húsfélagsins í Lundi 1 um stöðvun frekari framkvæmda við Nýbýlaveg. Styr hefur staðið um framkvæmdir við Nýbýlaveg og nálægð götunnar við íbúðarblokk.

Sýslurmaðurinn hafnaði kröfu húsfélagsins um að loka fyrir umferð til vesturs um hringtorg á gatnamótum Nýbýlavegar og Lundar. Lögbann við framkvæmdum kemur að svo stöddu í veg fyrir færslu vegarins fjær húseigninni. Framkvæmdum við Nýbýlaveg verður að öðru leyti haldið áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×