Innlent

Svarthöfði er félagsmaður í Vantrú

Þegar biskup Íslands, prestar og djáknar gengu til setningar Prestastefnu í Dómkirkjunni í gær gekk heldur óvenjulegur maður á eftir hersingunni til kirkju.

Þar var mættur enginn annar en Darth Vader, eða Svarthöfði, persónan dimma úr Stjörnustríðsmyndunum. En eins og aðdáendur myndanna muna börðust Jedi-riddarar við hinn illa keisara Stjörnubandalagsins, þar sem Svarthöfði, fallinn Jedi-riddari, fór fremstur í flokki illmenna. Jedi -riddarar hvöddu hvorn annan gjarnan með orðunum: "megi mátturinn vera með þér", og því spurning hvort vera Svarthöfða í prestagöngu í gær sé til marks um að hann hafi snúið til betri vegar?

Það voru meðlimir í Vantrú, félagi trúleysinga, sem stóðu fyrir uppátækinu að sögn Matthíasar Ásgeirssonar, formanns Vantrúar, en þeir voru ekki á vegum stjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×