Innlent

Boðar breytingar á Íbúðalánasjóði

Geir Haarde forsætisráðherra.
Geir Haarde forsætisráðherra.

Geir Haarde forsætisráðherra boðar breytingar á rekstri Íbúðalánasjóðs. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna tvíhliða samninga Seðlabanka Íslands við Seðlabanka í Skandínavíu. Í yfirlýsingunni er ekki skýrt frá því með hvaða hætti hann sér breytingarnar fyrir sér eða hversu hratt unnið verið að þeim.

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðherra segir hins vegar að fyrir liggi að félagslegt hlutverk Íbúðalánasjóðs verði eflt og gert skýrara en samkeppnisskilyrði á húsnæðismarkaði um leið jöfnuð. Þetta er í samræmi við yfirlýsingar Geirs frá því í febrúar síðastliðnum. Þá greindi Geir frá því að félagsmálaráðherra væri með vinnu í gangi við að einangra félagslega þáttinn í íbúðalánakerfinu. Þannig væri hægt að tryggja áfram aðstoð til efnaminna fólks en reka áfram íbúðalánakerfið í takt við markaðinn.

Íbúðalánasjóður hefur sætt töluverðri gagnrýni að undanförnu af hálfu forsvarsmanna bankanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×