Innlent

Skýrslutökur hefjast á föstudag

séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi tók sér leyfi frá störfum þegar málið kom upp.
séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi tók sér leyfi frá störfum þegar málið kom upp.

Skýrslutökur yfir stúlkunum þremur sem kært hafa séra Gunnar Björnsson sóknarprest á Selfossi fyrir kynferðislega áreitni hefjast á föstudaginn. Ekki hafa fleiri kærur borist vegna prestsins.

Tvær stúlknanna eru sextán og sautján ára sóknarbörn og hafa báðar verið virkar í kórstarfi kirkjunnar. Frá því hefur verið sagt að brot Gunnars nái nokkur ár aftur í tímann.

Efni ákæranna hefur ekki verið gefið upp en lögmaður Gunnars sagði í samtali við Vísi fyrir skömmu að kært væri fyrir blygðunarsemi en alls ekki fyrir kynferðislega misnotkun eða kynferðislega áreitni.

Þriðja kæran barst eftir að hinar tvær stúlkurnar kærðu prestinn og staðfesti Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi við Vísi fyrir skömmu að sú kæra snúi að meintu kynferðisbroti líkt og hinar tvær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×