Innlent

Vilja strætó milli Borgarness og Reykjavíkur

MYND/Vilhelm

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt samhljóða að óska eftir sérleyfi fyrir akstursleiðina á milli Borgarness og Reykjavíkur þegar leyfið losnar um áramót.

Þetta er liður í áformum um að koma upp strætisvagnaakstri á leiðinni og verður óskað eftir samstarfi og samvinnu við Hvalfjarðarsveit um málið. Strætó bs. ekur nú til Akraness og hefur það mælst vel fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×