Innlent

Einn handtekinn í tengslum við árás í Þverholti

MYND/GVA

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið einn mann í tengslum við rannsókn á líkamsárás í Þverholti í fyrrinótt.

Þar var maður á gangi þegar nokkrir menn stukku út úr bíl sem ekið var hjá og réðust á hann. Hann var laminn í höfuðið með barefli þannig að hann höfuðkúpubrotnaði. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var fluttur á sjúkrahús en við skoðun reyndist hann ekki í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×