Erlent

Vilja skoða nýtt EES-svæði í Austur-Evrópu

Jose Manuel Barroso er forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jose Manuel Barroso er forseti framkvæmdastjórnar ESB. MYND/AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins íhugar nú að auka samstarf sitt við sex fyrrverandi Sovétlýðveldi og koma þannig á fót nýju EES-svæði í Austur-Evrópu. Frá þessu er greint á vef EUObserver.

Vísað er til uppkasts að yfirlýsingu sem miðillinn hefur séð en þar er lagt til að leitað verði aukins samstarfs við umrædd ríki, ekki síst eftir átök Rússa og Georgíumanna fyrr á árinu. Ríkin sem um ræðir eru Hvíta-Rússland, Moldavía, Úkraína, Georgía, Armenía og Aserbaídjan.

Pólverjar og Svíar muni fyrstir hafa viðrað hugmyndina um hið nýja EES-svæði en samningur um slíkt mun ekki sjálfkrafa þýða að löndin fái aðild að ESB. Snúast hugmyndirnar meðal annars um að koma á sameiginlegum innri markaði og þá muni þjóðirnar sex þurfa að viðurkenna úrskurði Evrópudómstólsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×