Fótbolti

Býst við að Þýskaland vinni EM

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ottmar Hitzfeld reiknar með að Þýskaland hampi Evrópumeistaratitlinum að þessu sinni.
Ottmar Hitzfeld reiknar með að Þýskaland hampi Evrópumeistaratitlinum að þessu sinni.

Velgengni þýska landsliðsins á Evrópumótinu kemur Ottmar Hitzfeld ekkert á óvart. Hitzfeld stýrði Bayern München til deildar- og bikarmeistaratitils í Þýskalandi á síðasta tímabili.

„Ég reiknaði með að þeir færu í undanúrslit og hef alltaf sagt að þeir ættu möguleika á því að verða Evrópumeistarar," sagðu Hitzfeld sem tekur við þjálfun landsliðs Sviss í næsta mánuði.

„Þýskaland tók þriðja sætið á HM fyrir tveimur árum með ungt lið sem orðið er reynslunni ríkara í dag. Philipp Lahm, Bastian Schweinsteiger og Lukas Podolski hafa allir bætt sig og Michael Ballack er orðinn frábær leiðtogi. Ég held að þeir verði meistarar."

Þýskaland mætir Tyrklandi í undanúrslitum Evrópumótsins klukkan 18:45 í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×