Lífið

Hætta rannsókn á dauða Ledgers

Bandarískir saksóknarar hafa ákveðið að hætta rannsókn á því hvernig leikarinn Heath Ledger komst yfir sterk verkjalyf sem áttu þátt í að draga hann til dauða.

Heath Ledger dó úr ofneyslu margra lyfjategunda. Það var þessi kokteill sem dró hann til dauða en ekki neitt eitt sérstakt lyf. Meðal annars tók hann sterk verkjalyf. Grunur leikur á að þau hafi verið fengin með fölsuðum lyfseðlum.

Ástæðan fyrir því að yfirvöld hættu rannsókninni er sú að ekki bárust bönd að neinum sérstökum aðila sem gæti átt hlut að máli. Meðal þeirra sem lögreglan talaði við var barnastjarnan Mary-Kate Olsen, sem var náin vinkona Heaths.

Nuddkona sem fyrst kom að honum látnum hinn 22. janúar síðastliðinn eyddi níu mínútum í að hringja þrisvar í Mary-Kate áður en hún hringdi í neyðarlínuna eftir hjálp.

Mary-Kate lýsti því yfir fyrr í vikunni að hún krefðist friðhelgi frá hugsanlegum ákærum áður en hún svaraði frekari spurningum lögreglunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.