Innlent

Dísilolíulítrinn nálgast 200 krónur

MYND/GVA

Dísilolíulítrinn nálgast nú óðfluga 200 króna markið eftir að hann hækkaði um sjö krónur í dag hjá bæði Shell og Olís. Þá hækkaði bensínlítrinn um sex krónur hjá félögunum báðum.

Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1, segir að menn þar á bæ hafi ekk tekið ákvörðun um að hækka eldsneytisverð en verið sé að skoða málið í ljósi þróunar dagsins.

Hjá Shell kostar lítrinn af bensíni nú 175,4 krónur og dísillítrinn kostar 191,8 krónur. Eldsneytið er svo fimm krónum ódýrara ef fólk dælir sjálft. Hjá Olís kostar bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu á bilinu 167,9 til 170,4 krónur og dísillítrinn 186,3 til 186,8 krónur. Með þjónustu kostar bensínið 175,4 krónur og dísilolían 191,8 krónur.

Verðið á olíu á heimsmarkaði lækkaði eilítið í morgun eftir gríðarlega hækkun á föstudag og kostar tunnan nú nærri 138 dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×