Borgarfulltrúar þurfa ekki að óttast úttekt á utanlandsferðum Gunnar Reynir Valþórsson. skrifar 9. maí 2008 14:23 Gísli Marteinn Baldursson. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar vera sambærilega við ráðningar hjá borginni undanfarin ár. Hann segist ekki óttast boðaða úttekt borgarstjóra á utanlandsferðum borgarfulltrúa en segir nauðsynlegt að þeir ferðist til útlanda til að læra af reynslu annara. „Mér sýnist þetta vera sambærilegt við ráðningar hjá borginni undanfarin ár, segir Gísli Marteinn í samtali við Vísi. „Þarna er verið að ráða í átaksverkefni sem gjarnan er ráðið í eitt ár í senn. Þá er hægt að ganga strax í málið. Það hvort Jakob þurfi að segja af sér í nefndum á vegum borgarinnar er eitthvað sem embættismenn borgarinnar þurfa bara að fara yfir," segir Gísli og bætir við að fyrst og fremst sé hann ánægður með að skriður sé að komast á málefni miðborgarinnar. „Það má ekki gleyma því að fyrir örfáum vikum logaði bærinn vegna meints aðgerðaleysis yfirvalda í miðbænum. Nú þegar gerð hefur verið gangskör í þessum málum er deilt á það,"segir hann. Gísli bendir á að það sé ekki að ástæðulausu sem heimild er fyrir því að ráða í starf af þessu tagi án auglýsingar. Oft sé það nauðsynlegt til að drífa mál áfram eða leysa vandamál sem upp koma þegar menn hætta óvænt. „Ef alltaf þyrfti að auglýsa í stöður hjá borginni væri þessi heimild einfaldlega ekki fyrir hendi. Ef Jakob ílengist í þessu starfi verður staðan að sjálfsögðu auglýst," segir Gísli. Hann segist hafa heyrt af því að til stæði að ráða Jakob Frímann í verkefnið og segir að það kæmi sér á óvart hafi aðrir borgarfulltrúar ekki heyrt af því. Hann segist ekki óttast boðaða úttekt borgarstjóra á utanlandsferðum borgarfulltrúa en í gær sagði borgarstjóri að hann ætli að láta gera greinargerð um ferðir þeirra frá árinu 2005. Gísli hafði ekki heyrt af fyrirætlunum borgarstjóra og sagðist efast um að borgarfulltrúar hafi verið óvenjulega mikið á faraldsfæti. „Mér finnst eðlilegt að borgarfulltrúar fari á ráðstefnur og læri af reynslu annara. Það held ég að flestir borgarfulltrúar hafi gert og haft gott af. En það er sjálfsagt að skoða þessi mál og setja einhverjar reglur um ferðir af þessu tagi. Það væri ekki gott ef menn væru að misnota þetta." „Ég held að engin borgarfulltrúi þurfi að vera smeykur við slíka úttekt. Þeir eru mjög fáir, ef nokkrir, sem líta á þessar ferðir sem fríðindi. Utanlandsferðir eru ekki eins spennandi og á árum áður og fyrir mitt leyti finnst mér skemmtilegra að ferðast til útlanda með fjölskyldunni," segir Gísli Marteinn. „En það er sjálfsagt að hafa um þetta skýrar reglur og gæta þess að farið sé vel með almanna fé." Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar vera sambærilega við ráðningar hjá borginni undanfarin ár. Hann segist ekki óttast boðaða úttekt borgarstjóra á utanlandsferðum borgarfulltrúa en segir nauðsynlegt að þeir ferðist til útlanda til að læra af reynslu annara. „Mér sýnist þetta vera sambærilegt við ráðningar hjá borginni undanfarin ár, segir Gísli Marteinn í samtali við Vísi. „Þarna er verið að ráða í átaksverkefni sem gjarnan er ráðið í eitt ár í senn. Þá er hægt að ganga strax í málið. Það hvort Jakob þurfi að segja af sér í nefndum á vegum borgarinnar er eitthvað sem embættismenn borgarinnar þurfa bara að fara yfir," segir Gísli og bætir við að fyrst og fremst sé hann ánægður með að skriður sé að komast á málefni miðborgarinnar. „Það má ekki gleyma því að fyrir örfáum vikum logaði bærinn vegna meints aðgerðaleysis yfirvalda í miðbænum. Nú þegar gerð hefur verið gangskör í þessum málum er deilt á það,"segir hann. Gísli bendir á að það sé ekki að ástæðulausu sem heimild er fyrir því að ráða í starf af þessu tagi án auglýsingar. Oft sé það nauðsynlegt til að drífa mál áfram eða leysa vandamál sem upp koma þegar menn hætta óvænt. „Ef alltaf þyrfti að auglýsa í stöður hjá borginni væri þessi heimild einfaldlega ekki fyrir hendi. Ef Jakob ílengist í þessu starfi verður staðan að sjálfsögðu auglýst," segir Gísli. Hann segist hafa heyrt af því að til stæði að ráða Jakob Frímann í verkefnið og segir að það kæmi sér á óvart hafi aðrir borgarfulltrúar ekki heyrt af því. Hann segist ekki óttast boðaða úttekt borgarstjóra á utanlandsferðum borgarfulltrúa en í gær sagði borgarstjóri að hann ætli að láta gera greinargerð um ferðir þeirra frá árinu 2005. Gísli hafði ekki heyrt af fyrirætlunum borgarstjóra og sagðist efast um að borgarfulltrúar hafi verið óvenjulega mikið á faraldsfæti. „Mér finnst eðlilegt að borgarfulltrúar fari á ráðstefnur og læri af reynslu annara. Það held ég að flestir borgarfulltrúar hafi gert og haft gott af. En það er sjálfsagt að skoða þessi mál og setja einhverjar reglur um ferðir af þessu tagi. Það væri ekki gott ef menn væru að misnota þetta." „Ég held að engin borgarfulltrúi þurfi að vera smeykur við slíka úttekt. Þeir eru mjög fáir, ef nokkrir, sem líta á þessar ferðir sem fríðindi. Utanlandsferðir eru ekki eins spennandi og á árum áður og fyrir mitt leyti finnst mér skemmtilegra að ferðast til útlanda með fjölskyldunni," segir Gísli Marteinn. „En það er sjálfsagt að hafa um þetta skýrar reglur og gæta þess að farið sé vel með almanna fé."
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira