Lífið

Ný mynd eftir Moore dreift á Netinu

Michael Moore
Michael Moore

Michael Moore ætlar að dreifa nýjustu mynd sinni „Slacker Uprising" á Netinu. Myndin greinir frá ferðalagi Moores um bandarískar borgir fyrir forsetakosningarnar árið 2004. Myndin verður formlega kynnt á morgun, en hún verður fáanleg á vefnum frá 23. september næstkomandi.

Moore hugðist upphaflega sýna myndina í kvikmyndahúsum. En í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að hann fyrsta myndin hans, „Roger & Me" kom út, ákvað hann að sýna kjósendum sínum þakklæti með því að dreifa myndinni um Netið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.