Lífið

Nigella vill ekki að börnin sín erfi krónu

Börn sjónvarpskokksins Nigellu Lawson fá ekki aur að henni látinni. Nigella er dóttir auðugs stjórnmálamanns og þekkir því á eigin skinni hvernig það er að alast upp við allsnægtir. Hún og og eiginmaður hennar, markaðsgúrúið Charles Saatchi, eru talin 110 millljóna punda, um 14 milljarða, virði, auk þess sem Nigella á hús í London fyrir tæpar 900 milljónir.

Nigella sagði í viðtali á dögunum að börnin þeirra þrjú fengju ekki krónu af þessu. „Ég er harðákveðin í því að börnin mín eigi ekki að búa við fjárhagslegt öryggi. Það eyðileggur fólk að þurfa ekki að vinna fyrir sér." sagði sjónvarpsgyðjan, og bætti við að hún vildi að börnin hennar lærðu að peningar yxu ekki á trjánum, maður þyrfti að vinna þeim.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.