Heimgreiðslur – afturhvarf til forneskju Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar 3. september 2008 05:00 Falskir tónar streyma nú úr ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn reyna að stilla saman strengi sína á ný. Síðasta feilnótan heyrðist úr leikskólaráði þegar heimgreiðslur voru endanlega samþykktar í vikunni sem leið, en þá snarsnérist framsókn um sjálfan sig í málinu. Fyrir örfáum mánuðum taldi fulltrúi Framsóknarflokksins að fyriráætlanir Sjálfstæðisflokksins um heimgreiðslur – vera skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. Nú aftur á móti þegar framsókn er komin í faðm Sjálfstæðisflokksins er í lagi að senda konurnar heim. „Þjónustutryggingin“ sem meirihlutinn kallar nú heimgreiðslurnar átti að fela í sér „tryggingu“ í formi 35 þúsund króna, fyrir þá foreldra sem biðu eftir plássi fyrir barn sitt á leikskóla eða hjá dagforeldri. Nú hins vegar stendur greiðslan til boða fyrir foreldra barna yngri en 24 mánaða eftir að fæðingarorlofi lýkur, þrátt fyrir að barninu standi dagvistun til boða. Gert er ráð fyrir að 260 milljónir fari í heimgreiðslur næsta eina og hálfa árið. Hverju barni fylgir 35 þúsund krónur sem er fráleit upphæð sem er langt frá því að duga sem framfærsla fyrir barn og fullorðinn. Betur væri að verja þeim fjármunum í að hraða uppbyggingu leikskólanna í borginni, fjölga plássum svo hægt sé að lækka innritunaraldur barna. Auk þess sem verulega þarf að huga að leiðum til að hækka laun starfsmanna, ekki síst til að vinna bug á manneklunni. Þá teljum við að þrýsta þurfi á ríkisstjórnina að flýta lengingu fæðingarorlofsins enda er það mikilvægt að foreldrar geti verið lengur heima með börnum sínum, en með sómasamleg laun. Ef meirihlutanum er alvara með því að greiða foreldrum svo þau geti átt lengri samveru með börnum sínum fyrstu mánuðina þarf sú upphæð að vera í takt við rauntekjur fólks – ekki smánarlaun eins og nú er boðið upp á. Áhrif heimgreiðslna í Noregi og Finnlandi hafa sýnt að nær eingöngu konur nýta sér þær, ástæðan er að þær hafa að jafnaði lægri laun en karlar, líkt og hérlendis. Þessi staðreynd hefur því styrkt gamaldags hlutverkaskiptingu kynjanna á heimilinu og eru taldar hafa dregið verulega úr jafnrétti kynjanna. Heimgreiðslurnar vinna því beinlínis gegn markmiðum feðraorlofsins í því að jafna þátttökumöguleika beggja kynja í uppeldi barna sinna, ný samþykktum jafnréttislögum og mannréttindastefnu borgarinnar. Bilið sem myndast hefur á milli loka fæðingarorlofs og þar til dagvistun fæst fyrir barn er ekki viðunandi ástand en stjórnmálamenn verða að sýna ábyrgð og vinna að lausn vandans til frambúðar en ekki freistast til að plástra ástandið – á kostnað kvenna. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í leikskólaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Falskir tónar streyma nú úr ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn reyna að stilla saman strengi sína á ný. Síðasta feilnótan heyrðist úr leikskólaráði þegar heimgreiðslur voru endanlega samþykktar í vikunni sem leið, en þá snarsnérist framsókn um sjálfan sig í málinu. Fyrir örfáum mánuðum taldi fulltrúi Framsóknarflokksins að fyriráætlanir Sjálfstæðisflokksins um heimgreiðslur – vera skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni. Nú aftur á móti þegar framsókn er komin í faðm Sjálfstæðisflokksins er í lagi að senda konurnar heim. „Þjónustutryggingin“ sem meirihlutinn kallar nú heimgreiðslurnar átti að fela í sér „tryggingu“ í formi 35 þúsund króna, fyrir þá foreldra sem biðu eftir plássi fyrir barn sitt á leikskóla eða hjá dagforeldri. Nú hins vegar stendur greiðslan til boða fyrir foreldra barna yngri en 24 mánaða eftir að fæðingarorlofi lýkur, þrátt fyrir að barninu standi dagvistun til boða. Gert er ráð fyrir að 260 milljónir fari í heimgreiðslur næsta eina og hálfa árið. Hverju barni fylgir 35 þúsund krónur sem er fráleit upphæð sem er langt frá því að duga sem framfærsla fyrir barn og fullorðinn. Betur væri að verja þeim fjármunum í að hraða uppbyggingu leikskólanna í borginni, fjölga plássum svo hægt sé að lækka innritunaraldur barna. Auk þess sem verulega þarf að huga að leiðum til að hækka laun starfsmanna, ekki síst til að vinna bug á manneklunni. Þá teljum við að þrýsta þurfi á ríkisstjórnina að flýta lengingu fæðingarorlofsins enda er það mikilvægt að foreldrar geti verið lengur heima með börnum sínum, en með sómasamleg laun. Ef meirihlutanum er alvara með því að greiða foreldrum svo þau geti átt lengri samveru með börnum sínum fyrstu mánuðina þarf sú upphæð að vera í takt við rauntekjur fólks – ekki smánarlaun eins og nú er boðið upp á. Áhrif heimgreiðslna í Noregi og Finnlandi hafa sýnt að nær eingöngu konur nýta sér þær, ástæðan er að þær hafa að jafnaði lægri laun en karlar, líkt og hérlendis. Þessi staðreynd hefur því styrkt gamaldags hlutverkaskiptingu kynjanna á heimilinu og eru taldar hafa dregið verulega úr jafnrétti kynjanna. Heimgreiðslurnar vinna því beinlínis gegn markmiðum feðraorlofsins í því að jafna þátttökumöguleika beggja kynja í uppeldi barna sinna, ný samþykktum jafnréttislögum og mannréttindastefnu borgarinnar. Bilið sem myndast hefur á milli loka fæðingarorlofs og þar til dagvistun fæst fyrir barn er ekki viðunandi ástand en stjórnmálamenn verða að sýna ábyrgð og vinna að lausn vandans til frambúðar en ekki freistast til að plástra ástandið – á kostnað kvenna. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í leikskólaráði.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun