Innlent

Fjórir handteknir vegna fíkniefnafundar

Fíkniefni fundust á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir síðustu helgi en um talsvert magn var að ræða. Í íbúð í Hafnarfirði var lagt hald á 300 grömm af marijúana og 11 kannabisplöntur.

Í húsi í Reykjavík fundust 60 grömm af amfetamíni en á sama stað lagði lögreglan hald á 200 þúsund krónur í peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Fjórir karlar voru handteknir vegna rannsóknar málanna.

Í því síðartalda naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar nýs fíkniefnaleitarhundar frá lögreglunni í Vestmannaeyjum en sá fjórfætti var í heimsókn í borginni. Óhætt er að segja að fíkniefnaleitarhundur þeirra Eyjamanna sé mjög efnilegur og lofi góðu.

Fyrrnefndar aðgerðir eru liður lögreglu í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×