Innlent

Erill hjá lögreglu vegna ölvaðra nemenda

Töluverður erill var hjá lögreglu fram á nótt vegna skóladansleiks Verslunarskólans, sem haldinn var í Rúbín í Öskjuhlíð.

Eiltthvað var um ryskingar og svo tók lögregla ofurölvi unglinga úr umferð og bað foreldra þeirra ýmist að sækja þá á staðinn eða niður á lögreglustöð.

Engin alvarleg meiðsl urðu, en að minnsta kosti þrívegis kom til ryskinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×