Innlent

Ofsaakstur bifhjólamanna á Biskupstungnabraut

Lögreglunni á Selfossi bárust þrjár tilkynningar með skömmu millibili í gærkvöldi um ofsaakstur sjö bifhjólamanna niður Biskupstungnabraut.

Þegar lögregla kom til móts við þá höfðu þeir dregið verulega úr hraðanum og veitt lögregla þeim áminningu. Miðað við hvenær tilkynningarnar bárust og hvaðan, bendir hinsvegar allt til þess að um ofsaakstur hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×