Lífið

Heimabrugg vinsælt í kreppunni

Magnús Axelsson.
Magnús Axelsson.
„Um leið og harðnar í ári er öllum tamt að leita sér að einhverjum lausnum," segir Magnús Axelsson eigandi Ámunnar, sem selur efni og áhöld til víngerðar. Hann segir alltaf meira að gera hjá versluninni þegar kreppir að í samfélaginu.

„Það er ekki troðfull búð og biðröð, en þegar þrengir að þá er þetta raunin að fólk fer að huga að eigin framleiðslu," segir Magnús.

Magnús segir heimavíngerð algengt áhugamál, og margir leggi metnað í það að geta boðið upp á sín eigin vín. Víngerðin sjálf sé sáraeinföld og hagsýnar húsmæður ættu svo að gleðjast yfir verðinu. Magnús segir að efni í vín sem er að gæðum sambærilegt við það sem selt væri í ÁTVR fyrir 1500 til 2000 krónur kosti um fjögur hundruð krónur á flösku.

Hann segir að vilji fólk leggja í vín fyrir jólin sé rétti tíminn núna. „Sérstaklega ef um rauðvín er að ræða og fólk vill fara í betri þrúgur þarf það að byrja núna," segir Magnús. Hann segir ferlið taka um fjórar vikur, en flest vínanna batni við geymslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.