Lífið

Ný lög frá Franz Ferdinand og Peter, Björn & John

SHA skrifar
Nick McCarthy og Alex Kapranos, gítarleikarar Franz Ferdinand,  bregða á leik.
Nick McCarthy og Alex Kapranos, gítarleikarar Franz Ferdinand, bregða á leik.

Íslandsvinirnir ógurlegu í hljómsveitinni Franz Ferdinand hafa lætt nýju lagi á heimasíðu sína. Lagið nefnist Lucid Dreams og var það sérstaklega samið til þess að prýða tölvuleikinn Madden NFL 09. Þó er talið líklegt að lagið verði einnig að finna á þriðju breiðskífu sveitarinnar sem er væntanlega á næstu mánuðum.

Aðrir Íslandsvinir með meiru, Svíarnir knáu Peter, Björn & John, eru einnig búnir að koma nýju lagi á veraldarvefinn. Lagið kallast Inland Empire og er það hið fyrsta sem heyrist af væntanlegri plötu, Seaside Rock. Platan verður eingöngu gefin út á vínyl-formi en með vínylnum fylgir þó kóði til þess að niðurhala plötunni af netinu.

Lagið er nokkuð frábrugðið því sem áður hefur heyrst frá tríóinu enda verður öll næsta plata án söngs, hvorki meira né minna.

Hlustaðu á nýja lagið með Franz Ferdinand hér.

Hlustaðu á nýja lagið með Peter, Björn & John hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.