Erlent

Kastró vill hitta Obama

Fídel Kastró
Fídel Kastró

Fidel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbu, hefur lýst því yfir að hann sé opinn fyrir þeirri hugmynd að hitta Barack Obama nýkjörinn forseta Bandaríkjanna. Ef af fundinum verður getur hann farið fram þar sem Guantanamo fangabúðir Bandaríkjamanna eru á Kúbu.

Yfirlýsingin þykir nokkuð merkileg í ljósi þess að síðustu fjörtíu og sjö ár hefur verið í gildi viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu. Kúbverjar eru þó ekki allir á því að koma nýja bandaríkjaforsetans muni breyta nokkru stefnu þeirra gagnvart Kúbu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×