Innlent

Olís fékk viðurkenningu Hverfisráðs Breiðholts

Hverfisráð Breiðholts samþykkti einróma að veita Olís í Mjódd viðurkenningu fyrir fagurt og snyrtilegt umhverfi og verklag sem er til fyrirmyndar. Í fréttatilkynningu frá Hverfisráðinu segir að Olís í Mjódd hafi allt frá árinu 1976 veitt einstaklega góða þjónustu og sýnt gott fordæmi í að fegra og hafa snyrtilegt í kringum bensínstöðina.

Hverfisráðið hefur ákveðið að veita fyrirtækjum og stofnunum í Breiðholti viðurkenningu fyrir fegrun, hreinsun og góða þjónustu. Einnig er ætlunin að veita íbúum viðurkenningu fyrir fegrun, hreinsun og viðhald á íbúðarhúsnæði og lóðum sínum.

Næsta viðurkenning verður veitt í júní næstkomandi og er hægt að koma með ábendingar með því að hafa samband við Þjónustumiðstöð Breiðholts.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×