Erlent

IMF býður Úkraínumönnum 14 milljarða dala lán

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur boðið Úkraínumönnum fjórtán milljarða dala lán til bjargar efnahag þeirra. Það jafngildir nærri sextán hundruð milljörðum íslenskra króna á gengi Seðlabankans. Talsmaður Viktors Júsjenko, forseta Úkraínu, greindi frá þessu síðdegis í gær.

Forsetinn mun funda með fulltrúum sjóðsins. Efnahagskerfi landsins er í kröggum og takmörk þegar sett á úttektir fólks af reikningum í bönkum af ótta við að áhlaup verði gerð á þá. Kosningar verða í landinu í desember, þær þriðju á jafnmörgum árum, vegna deilna forseta við Júlíu Tímósjenko, forsætisráðherra.

Búist er við að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geri þá kröfu að þeim verði frestað á meðan komið verði á stöðugleika í efnahag landsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×