Innlent

Fimm útköll vegna sinubruna í Hafnarfirði

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fimm sinnum með skömmu millibili í gærkvöldi til að slökkva sinuelda í Hafnarfirði.

Nokkrar gróðurskemmdir urðu, en slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. Eldur var hinsvegar kominn nærri íbúðarhúsi í Hafnarfirði í síðasta útkallinu, þegar slökkvilið kom á vettvang. Þar var heimilisfólk komið út og byrjað að reyna að slökkvva. Engan sakaði.

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í á öllum stöðunum, en engin sérstakur liggur undir grun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×