Innlent

Fréttamaður frá CNN ræðir við Ólaf Ragnar

Charles Hodson og Ólafur Ragnar Grímsson.
Charles Hodson og Ólafur Ragnar Grímsson. MYND/Orkuveita Reykjavíkur

Charles Hodson, einn kunnasti fréttamaður CNN-sjónvarpsstöðvarinnar, er nú staddur hér á landi með það fyrir augum að taka upp ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands.

Hodson er Breti með háskólapróf í stjórnmálafræði og hagfræði og er einn umsjónarmanna viðskiptaþáttarins „World Business Today". Um hádegisbil í gær voru þeir Ólafur og Hodson við upptökur í Hellisheiðarvirkjun og lét bandaríska sjónvarpsfólkið í ljós aðdáun á þeirri tækni sem þar er nýtt til að virkja endurnýjanlegar orkulindir.

Þá kom það gestunum greinilega nokkuð á óvart að virkjun sem enn er í byggingu skyldi vera opin gestum og gangandi. Á meðan Hodson ræddi við Ólaf Ragnar átti t.a.m. hópur Ungverja leið hjá. Þeir voru frá smábæ utan við Búdapest þar sem jarðhita er að finna, en hann er einungis nýttur til baða.

Í gestamóttöku Hellisheiðarvirkjunar er að finna ýmislegt upplýsinga- og fræðsluefni um jarðfræðina, jarðhitann og jarðhitanýtingu hér á landi. Þess má geta að síðastliðinn sunnudag komu um 600 gestir í móttökurými Hellisheiðarvirkjunar. Orkuveita Reykjavíkur greindi frá þessu í fréttatilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×