Erlent

Hótel í Ballerup rýmt vegna sprengjuhótunnar

Lögreglan á Sjálandi rýmdi Hotel Grantoften í Ballerup í morgun vegna sprengjuhótunnar. Jafnframt var götunni sem hótelið stendur við lokað fyrir umferð bíla og vegfarenda.

Að sögn vaktstjóra í lögreglunni fannst hlutur inn á hótelinu sem líkist mjög sprengju og því var gripið til þessara ráðstafana. Sérfræðingar frá sprengjudeild lögreglunnar rannsaka nú hlutinn sem límdur er við vegg með sverulímbandi.

Þetta er í annað sinn á hálfu ári sem svona mál kemur upp á hótelinu. Það var einnig rýmt vegna samskonar hótunnar í október s.l..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×