Innlent

Abbas vildi koma til Íslands

Breki Logason skrifar
Mahmoud Abbas forseti palestínsku stjórnarinnar átti frumkvæðið að heimsókn sinni hingað til lands á morgun.
Mahmoud Abbas forseti palestínsku stjórnarinnar átti frumkvæðið að heimsókn sinni hingað til lands á morgun. MYND/AP

Mahmoud Abbas forseti palestínsku stjórnarinnar átti frumkvæði að heimsókn sinni til Íslands en hann kemur hingað til lands á morgun. Abbas mun snæða hádegisverð með forseta Íslands og eiga fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra seinni partinn.

Að sögn Kristrúnar Heimisdóttur aðstoðarkonu Ingibjargar bar heimsóknin brátt að en frumkvæðið að henni kom frá Abbas.

Ekki er hægt að gefa upp hvaðan Abbas er að koma af öryggisástæðum en hann er á ferð yfir Atlantshafið þar sem hann er á leiðinni til fundar við George W. Bush í Washington.

Ingibjörg hitti Abbas þegar hún var í Ramallah síðasta sumar og hafa þau því hist áður.

Lítið er vitað um dagskrá morgundagsins fyrir utan fyrrgreinda fundi með forseta og utanríkisráðherra.


Tengdar fréttir

Abbas á Bessastaði á morgun

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, kemur hingað til lands á morgun eftir því sem segir í tilkynningu frá forsetaembættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×