Innlent

Abbas á Bessastaði á morgun

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, kemur hingað til lands á morgun eftir því sem segir í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Hann mun eiga fund með forseta Íslands og snæða hádegisverð á Bessastöðum. Síðdegis mun hann eiga fund með Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra. Abbas er á leið til Bandaríkjanna til fundar við George Bush forseta í Washington.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×