Innlent

Gripinn við að kasta af sér þvagi utan í hús á Selfossi

MYND/E.Ól

Þau eru af ýmsu tagi málin sem lögreglan á Selfossi glímir við á degi hverjum. Þannig var ungur maður staðinn að því að kasta af sér þvagi utan í hús á Eyrarvegi á Selfossi í liðinni viku en slíkt stríðir gegn lögreglusamþykkt Árborgar. Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar neitaði maðurinn sök en hann verður engu að síður ákærður fyrir brot á lögreglusamþykktinni.

Þá handtók lögreglan mann fyrir utan skemmtistað í bænum þar sem hann var að hoppa uppi á bifreið og enn fremur voru tveir menn handteknir á öðrum skemmtistað í bænum fyrir að veitast að lögreglumönnum sem þar voru óeinkennisklæddir við eftirlitsstörf.

Lögreglumennirnir höfðu haft afskipti af öðrum manninum þar sem hann var að ónáða konur inni á kvennasnyrtingu og sagt honum að þeir væru á vegum lögreglunnar.

Skömmu síðar á öðrum stað í húsinu hitti maðurinn á lögreglumennina og ógnaði þeim með ýmsum tilburðum og öskrum. Félagi mannsins gekk svo í lið með honum. Þeir voru hins vegar yfirbugaðir og fluttir í fangageymslu en látnir lausir að yfirheyrslum loknum. Þeir verða ákærðir fyrir brot á áfengis- og lögreglulögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×